
Lengri líftími rafhlöðu
Margar aðgerðir tækisins auka orkuþörf og draga úr
líftíma rafhlöðunnar. Til að spara rafhlöðuna skaltu
hafa eftirfarandi í huga:
●
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan
aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar
rafhlöðuorku. Til að lengja endingu rafhlöðunnar
skaltu slökkva á Bluetooth þegar þú ert ekki að
nota það.
●
Aðgerðir sem nota þráðlaust staðarnet (WLAN)
eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni
meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast
aukinnar rafhlöðuorku. Slökkt er á þráðlausum
staðarnetum þegar þú ert ekki að reyna að
tengjast eða ert ekki með tengingu við annan
aðgangsstað eða að leita að tiltæku netkerfi. Til
að spara rafhlöðuna getur þú hins vegar stillt
Nokia-tækið þannig að það leiti sjaldan eða ekki
að tiltækum netkerfum í bakgrunni. Það slokknar
á þráðlausa staðarnetinu milli þess sem leit fer
fram í bakgrunni.
Sjá „Þráðlaust
staðarnet“, bls. 33.
Þegar
Leitað að
staðarnetum
er stillt á
Aldrei
birtist táknið fyrir
tiltæk þráðlaus staðarnet ekki í biðstöðu. Þó er
hægt að leita handvirkt að tiltækum þráðlausum
staðarnetum og tengjast þeim eins og vanalega.
●
Ef þú hefur stillt
Pakkagagnatenging
á
Ef
samband næst
í tengistillingum og ekkert
pakkagagnasamband er til staðar (GPRS) reynir
tækið reglulega að koma á
pakkagagnatengingu, sem þá styttir
endingartíma rafhlöðunnar. Til að lengja
endingartíma rafhlöðunnar velurðu
Pakkagagnatenging
>
Ef með þarf
.
●
Kortaforritið hleður niður nýjum
kortaupplýsingum þegar þú flettir á ný svæði á
kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að
koma í veg fyrir að tækið hlaði sjálfkrafa niður
nýjum kortum.
Sjá „Kort“, bls. 93.
17
Gagn
le
ga
r up
plýsingar

●
Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur a
þínu svæði verður tækið reglulega að skanna
tiltæk símkerfi. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í
símkerfisstillingum leitar tækið að UMTS-kerfinu.
Ef það er ekki tiltækt notar tækið tiltækt GSM-
símkerfi. Til að tengjast aðeins við GSM-símkerfi
ýtirðu á
og velur
Verkfæri
>
Stillingar
>
Sími
>
Símkerfi
>
Símkerfi
>
GSM
.
●
Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Til að
breyta tímanum sem líður þar til slökkt er á
baklýsingunni ýtirðu á
og velur
Verkfæri
>
Stillingar
>
Almennar
>
Sérstillingar
>
Skjár
>
Tímamörk ljósa
. Til að stilla
ljósnemann sem fylgist með birtuskilyrðum og
stillir skjábirtuna velurðu
Ljósnemi
í
skjástillingum.
●
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar
rafhlöðuorku. Til að loka öllum forritum sem eru
ekki í notkun skaltu halda inni
, fletta að forriti
á listanum og ýta á C.
Ekki er slökkt á tónlistarspilaranum þegar ýtt er
á C. Til að slökkva á tónlistaspilaranum verður að
velja hann af listanum og svo
Valkostir
>
Hætta
.