Nokia N95 8GB - Lykilorð

background image

Lykilorð

Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú

gleymir einhverjum af þessum aðgangsnúmerum.

PIN-númer (Personal identification

number) — Númerið hindrar að SIM-kortið sé

notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 til 8 tölustafir)

fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Þegar PIN-

númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er

númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUK-

númerið til að opna það.

UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með

USIM-kortinu. USIM-kortið er endurbætt gerð

SIM-korts til að nota í UMTS-farsímum.

PIN2-númer — Númerið (4 til 8 tölustafir) fylgir

sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta

notað suma valkosti tækisins.

Læsingarkóði (einnig kallaður

öryggisnúmer) — Þetta númer (5 tölustafir) er

hægt að nota til að læsa tækinu til að koma í veg

fyrir óleyfilega notkun. Upphaflega númerið fyrir

læsingu er 12345. Breyttu númerinu fyrir

læsingu til að koma í veg fyrir óleyfilega notkun

tækisins. Haltu nýja númerinu leyndu og á

öruggum stað fjarri tækinu. Reyndu að slá inn

16

Gagn

le

ga

r up

plýsingar

background image

númerið aðeins einu sinni ef þú gleymir því. Ef

númerið sem þú slærð inn er ekki rétt skaltu hafa

samband við Nokia Care þjónustuver eða

símafyrirtækið þitt.

PUK-númer (personal unblocking key) og PUK2-

númer — Þetta númer (8 tölustafir) er

nauðsynlegt til að breyta PIN-númeri eða PIN2-

númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja

ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við

símafyrirtækið sem lét þig fá SIM-kortið.

UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er

nauðsynlegt til að breyta lokuðu UPIN-númeri. Ef

númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa

samband við símafyrirtækið sem lét þig fá USIM-

kortið.