Um heimakerfi
Tækið styður UPnP (Universal Plug and Play). Með
því að nota aðgangsstaðartæki eða beini fyrir
þráðlaust staðarnet geturðu búið til heimakerfi og
tengt samhæf UPnP-tæki við það, líkt og tækið þitt,
samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft
hljóðkerfi eða sjónvarp - eða hljóðkerfi/sjónvarp
sem er búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus
kerfi.
Til að nota þráðlausan staðarnetsvalkost tækisins á
heimakerfi þarftu að hafa uppsett staðarnet
heimavið og önnur UPnP-tæki sem eru tengd við
staðarnetið.
Sjá „Þráðlaust staðarnet“, bls. 33.
Heimkerfið notar öryggisstillingar þráðlausu
staðarnetstengingarinnar. Notaðu heimakerfi á
þráðlausu staðarneti (grunnkerfi) með
aðgangsstaðatæki og með kveikt á dulkóðun.
Hægt er að samnýta skrár sem eru vistaðar í
Galleríinu með öðrum samhæfum UPnP-tækjum á
heimakerfinu. Heimakerfið er stillt með því að ýta á
og velja
Verkfæri
>
Tenging
>
Heimakerfi
.
Einnig er hægt að nota heimakerfið til að skoða,
spila, afrita og prenta samhæfar skrár í Galleríinu.
Sjá „Skrár skoðaðar og samnýttar“, bls. 89.
Tækið er aðeins tengt heimanetinu ef þú samþykkir
beiðni um tengingu frá öðru samhæfu tæki eða
velur að skoða, spila, prenta eða afrita
miðlunarskrár í Galleríi yfir í tækið þitt, eða að leita
að öðrum tækjum í möppu heimanetsins.