
Sjónvarpsúttak
Til að geta skoðað myndskeið og myndir í samhæfu
sjónvarpi skaltu nota Nokia Video tengisnúru.
Velja þarf úttaksstillingar fyrir sjónvarpskerfið og
skjáhlutfall áður en myndir og myndskeið eru
skoðuð í sjónvarpi.
Sjá „Stillingar
aukahluta“, bls. 149.
Gera þarf eftirfarandi til að geta skoðað myndir og
myndskeið í sjónvarpi:
1.
Tengja Nokia Video tengisnúru við
myndbandsinnstunguna í samhæfu sjónvarpi.
2.
Tengja hinn enda Nokia Video tengisnúrunnar
við Nokia AV innstunguna á tækinu þínu.
3.
Þú gætir þurft að velja snúrustillinguna.
4.
Ýttu á
og veldu
Gallerí
>
Myndefni
og
skrána sem þú vilt skoða.
Myndirnar eru
sýndar á
myndskjánum
og
myndskeiðin
eru spiluð í
RealPlayer.
Allt hljóð, þar á
meðal símtöl, víðóma hljóð myndskeiða og takka-
og hringitónar, er sent í sjónvarpið þegar Nokia
tengisnúran er tengd við tækið. Hægt er að nota
hljóðnema tækisins.
Sjónvarpið birtir það sem sést á skjá tækisins, nema
Myndefni
möppuna í Galleríi og RealPlayer.
Myndin birtist í fullri skjástærð í sjónvarpinu. Ef
mynd er opnuð á smámyndaskjánum á meðan hún
er skoðuð í sjónvarpinu er ekki hægt að súmma
hana.
Þegar þú opnar auðkennt myndskeið byrjar
RealPlayer að spila það á skjá tækisins sem og á
sjónvarpsskjánum.
Sjá „RealPlayer “, bls. 62.
Hægt er að skoða kyrrmyndir sem skyggnusýningu
í sjónvarpinu. Allir hlutir albúms eða merktar
myndir birtast í fullri skjástærð í sjónvarpinu við
undirleik þeirrar tónlistar sem hefur verið valin.
Sjá
„Skyggnusýning“, bls. 82.
Gæði sjónvarpsmyndarinnar fer eftir upplausn
tækisins.
84
Gallerí

Þráðlaus útvarpsmerki á borð við símhringingar
geta valdið truflunum á sjónvarpsmyndinni.