Mynduppsetning—stillingar fyrir
liti og lýsingu
Til að gera myndavélinni kleift að greina betur liti
og lýsingu, eða til að bæta inn áhrifum í myndir eða
myndskeið, flettirðu um tækjastikuna og velur úr
eftirfarandi valkostum:
●
Flassstilling
( ) (aðeins myndir) — Velja
flassstillingu.
●
Litáferð
( ) — Veldu litaáhrifin af listanum.
●
Ljósgjafi
( ) — Veldu lýsinguna af listanum.
Þetta gerir myndavélinni kleift að endurskapa liti
af meiri nákvæmni.
●
Leiðrétting við myndatöku
( ) (aðeins
myndir) — Þegar þú tekur myndir af dökkum
hlutum með mjög ljósum bakgrunni, t.d. snjó,
skaltu stilla lýsinguna á +1 eða jafnvel +2 til að
vega upp á móti bakgrunnsbirtunni. Stilltu á -1
eða -2 ef um er að ræða ljósan hlut með dökkum
bakgrunni.
●
Skerpa
( ) (aðeins myndir) — Stilltu skerpu
myndarinnar.
●
Birtuskil
( ) (aðeins myndir) — Stilltu
mismuninn milli ljósustu og dekkstu hluta
myndarinnar.
●
Ljósnæmi
( ) (aðeins myndir) — Auktu
ljósnæmið við litla lýsingu til að draga úr líkunum
á of dökkum myndum.
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar
og sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða
myndskeiðsins verður.
Það hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða
myndavél hefur verið valin.
Þegar stillingum fremri myndavélarinnar er breytt
hefur það ekki áhrif á stillingar
aðalmyndavélarinnar og öfugt. Breytingar á
77
Myndavél
stillingum mynduppsetningarinnar eru
takmarkaðar við eina stillingu. Ef stillingunum er
breytt fyrir myndatöku breytast þær ekki fyrir
upptöku myndskeiða. Tilgreindar stillingar
mynduppsetningar endurstillast ekki þegar skipt er
á milli tökustillinga.
Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar
stillingar hennar valdar aftur.
Ef þú velur nýtt umhverfi kemur það í stað lita- og
birtustillinganna. Hægt er að breyta stillingunum ef
þörf krefur eftir að umhverfi hefur verið valið.