Flett um síður
Smákort og yfirlit síðna hjálpar þér að fletta um
vefsíður sem innihalda mikið magn upplýsinga.
Þegar stillt er á smákort í stillingum vafrans og flett
er um stóra vefsíðu opnast smákortið og sýnir yfirlit
yfir vefsíðuna sem er opin.
Kveikt er á smákorti með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Almennar
>
Smákort
>
Kveikt
.
Flett er um smákort með því að fletta upp, niður, til
hægri eða vinstri. Hætt er að fletta þegar komið er
að réttum stað. Smákortið hverfur þá og staðurinn
birtist.
Þegar verið er að skoða vefsíðu með miklu
upplýsingamagni er einnig hægt að nota
Yfirlit
síðu
til að sjá hvers konar upplýsingar síðan
inniheldur.
Ýttu á 8 til að birta yfirlit fyrir opna síðu. Til að finna
réttan stað á síðunni flettirðu upp, niður, til vinstri
eða hægri. Ýttu aftur á 8 til að súmma að og skoða
tiltekinn hluta síðunnar.