Nokia N95 8GB - Flutningur efnis

background image

Flutningur efnis

Með símaflutningsforritinu er hægt að flytja efni,

líkt og tengiliði, milli samhæfra Nokia-tækja með

Bluetooth eða innrauðri tengingu.
Það fer eftir gerð tækisins hvaða efni er hægt að

flytja úr því. Ef hitt tækið styður samstillingu er

einnig hægt að samstilla gögn á milli hins tækisins

og tækisins þíns. Tækið lætur þig vita ef hitt tækið

er ekki samhæft.
Ef ekki er hægt að kveikja á hinu tækinu nema SIM-

kort sé í því geturðu sett SIM-kortið þitt í það. Þegar

kveikt er á tækinu án þess að SIM-kort sé í því er

ótengda sniðið valið sjálfkrafa.

Flutningur efnis

1.

Til að flytja gögn úr hinu tækinu í fyrsta skipti

velurðu

Símaflutn.

í forritinu Velkomin/n eða

ýtir á

og velur

Verkfæri

>

Hjálparforrit

>

Símaflutn.

.

2.

Veldu tengigerðina sem þú vilt nota til að flytja

gögn. Bæði tækin verða að styðja tengigerðina.

20

ki

ð

background image

3.

Ef þú velur Bluetooth: Veldu

Áfram

til að láta

tækið leita að Bluetooth tækjum. Veldu tækið

sem þú vilt flytja efni úr. Beðið er um að þú sláir

inn kóða í tækið þitt. Sláðu inn kóða (1-16

tölustafi að lengd) og veldu

Í lagi

. Sláðu inn

sama kóða í hitt tækið og veldu

Í lagi

. Þá eru

tækin pöruð.

Sjá „Pörun tækja“, bls. 38.

Í sumum tækjum er símaflutningsforritið sent í

hitt tækið í skilaboðum. Símaflutningsforritið er

sett upp í hinu tækinu með því að opna

skilaboðin og fylgja leiðbeiningunum á

skjánum.
Ef þú hefur valið innrauða tengingu skaltu tengja

tækin saman.

Sjá „ Innrauð tenging“, bls. 39.

4.

Í tækinu þínu skaltu velja efnið sem þú vilt flytja

úr hinu tækinu.
Hægt er að hætta við flutning og ljúka honum

síðar.

Flutningstíminn veltur á því gagnamagni sem er

afritað.
Efnið er flutt úr minni hins tækisins og sett á

samsvarandi stað í tækinu þínu.