Vekjaraklukka
Ýttu á
og veldu
Forrit
>
Klukka
.
Hringingar í eitt skipti eru stilltar með því að velja
Valkostir
>
Stilla vekjaraklukku
. Hringingar í eitt
skipti eru stilltar fyrir næsta sólarhring og þær er
ekki hægt að endurtaka.
Til að skoða virkar og óvirkar stillingar skaltu fletta
til hægri að hringiflipanum. Stillt er á nýja hringingu
með því að velja
Valkostir
>
Stilla vekjara
. Veldu
endurtekningu ef þörf er. vísirinn sést á skjánum
þegar vekjaraklukkan hefur verið stillt.
Veldu
Stöðva
til að slökkva á hringingu. Hægt er að
stöðva hringinguna í 5 mínútur með því að velja
Blunda
.
Ef vekjaraklukkan hefur verið stillt og tíminn rennur
upp á meðan slökkt er á tækinu kveikir það á sér og
hringir. Ef þú velur
Stöðva
er spurt hvort opna eigi
tækið fyrir símtölum. Veldu
Nei
til að slökkva á
tækinu eða
Já
til að hringja og svara símtölum. Ekki
velja
Já
þegar notkun þráðlausra síma getur valdið
truflun eða hættu.
Slökkt er á vekjaraklukkunni (áður en hún hringir)
með því að velja
Valkostir
>
Slökkva á vekjara
.
Til að breyta tímanum, dagsetningunni og gerð
klukku velurðu
Valkostir
>
Stillingar
.
Veldu
Sjálfv. tímauppfærsla
>
Sjálfvirk
uppfærsla
til að láta farsímakerfið uppfæra
tímann, dagsetninguna og tímabelti tækisins
(sérþjónusta).